Spurningar

Hvað er innitæki og útitæki ?

Innitæki er uppsett innandyra með sérstakri loftun sem einnig þjónar sem loftinntak tækisins, við íslenskar aðstæður væri þessi uppsetning við tengigrind fasteignar t.d í bílskúr. Við uppsetningu þarf að kjarnabora 13cm gat gegnum útvegg við hitara og tengja loftunarrör út eða leiða loftun uppúr þaki.

———————————————————————————————————

Útitæki er sett upp utandyra á útvegg og borað í gegnum vegginn út til að tengja kerfið við hitarann, fylgja þarf nákvæmum leiðbeiningum til að vernda lagnir og tækið fyrir frostskemmdum.

———————————————————————————————————

Hvað eyðir hitarinn af gasi ? Þessari spurningu er erfitt að svara því það fer algerlega eftir notkun tækisins en viðmiðunartölur frá Bretlandi sem miðaðar eru við 2-3 manneskjur  í heimili og tækið er Tvíhitari( Combi ) sem hitar bæði hitakerfi og neysluvatn  eru þessar :

1 líter af gasi = 7.08kWh gas ( Kílówatt stundir )

Mars – 1160.3 kWh/ 7.08 = 163.9L gas

Feb – 1465.8 kWh / 7.08 = 207L gas

Jan – 1437.3 kWh/ 7.08 = 203L gas

Des – 1507.7 kWh/ 7.08 = 213L gas

Nóv – 985 kWh/ 7.08 = 139L gas

Okt – 394.8 kWh / 7.08 = 56L gas

Sep – 191.2 kWh/ 7.08 = 27L gas

Ágúst – 196.8 kWh/ 7.08 = 27.8L gas

Júlí – 177.5 kWh/ 7.08 = 25L gas

Júní– 200.9 kWh/ 7.08 = 28.4L gas

Maí – 398.4 kWh/ 7.08 = 56.3L gas

Apr – 837.8 kWh/ 7.08 = 118L gas

Áfylling á gaskút samkvæmt verðkönnun 28.mars 2024

10kg/24.5 L = 7.950kr

Er alltaf kveikt á tækinu ? Meðan tækið er í notkun þarf það að vera tengt við rafmagn og gas en tækið kveikir á sér þegar skúfað er frá heita vatninu eða ofnakerfið er í gangi