Þessi vatnshitari sem settur var upp í Njarðvík 21.02.23. Loftun liggur út í gegnum gat í veggnum. Þetta er innihitari en við bjóðum einnig upp á útihitara. Gaskúturinn var tekinn af grillinu og hann stendur þarna beint fyrir utan til móts við hitarann. Ef vel er gáð má sjá gaslögnina undir miðjum hitaranum.
Þarna má sjá hvar reykháfurinn frá tækinu kemur út úr veggnum. Þarna var borað gat með kjarnabor. Enn glittir í múrbolta í veggnum. Gaskúturinn er alltaf úti.
Details
Þetta myndband frá 21.02.2024 er af Rinnai infinity 17i innitæki en þess má geta að við bjóðum einnig uppá útitækið 17e en þá er allur búnaður fyrir utan hús. Tækið er sett upp við tengigrind húskerfis í 150fm raðhúsi i Reykjanesbæ og sinnir þar hlutverki varahitagjafa. Hitakerfið er gólfhiti og er kerfið hitað með hitaveitu gegnum varmaskiptir og frostlegi hringrásað með dælu á svokölluðu lokuðu kerfi. Hitarinn er tengdur inná lokaða kerfið og með örfáum handtökum, strax farinn að taka við sem hitagjafi fyrir gólfhitakerfi hússins ef hitaveitan bregst. Við prófun var hitarinn látinn hita húsið í 21klst með framrásarhita 40° og var útihiti um frostmark og var eyðslan á gasi eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Einstök orkunýtni Rinnai hitarans er gefin upp sem 93-96%.
Hér sést hvernig hitinn streymir frá vatnshitaranum og inn á slaufurnar í gólfinu.
Hvað er Combi hitari ? Þessari spurningu er svarað í þessu vídeoi: